BJARTUR FASTEIGNASALA

– fagleg þjónusta á hagstæðu verði –

Í fasteignaviðskiptum er mikilvægt að vanda til verka enda í flestum tilvikum verið að sýsla með aleigu fólks.

Fyrir utan að aðstoða seljendur að hámarka virði fasteignar og tryggja sem hraðasta sölu er þjónusta Bjarts fasteignasölu ekki síst fólgin í því að vanda til verka hvað varðar upplýsingagjöf og skjalagerð með það að markmiði að minnka líkurnar á ágreiningi síðar meir milli seljenda og kaupenda. Á þetta sérstaklega við um gallamál sem því miður eru nokkuð algeng þegar kemur að sölu fasteigna.

Starfsfólk Bjarts fasteignasölu er allt vel menntað og þekkir þau atriði sem gæta þarf að í þessu samhengi.

Árangurstengd lág þóknun

Þóknun Bjarts fasteignasölu er í öllum tilvikum árangurstengd og kemur því einungis til greiðslu þegar fasteign hefur verið seld. Upphæð hinnar árangurstengdu þóknunar er 1,5% að viðbættum virðisaukaskatti. Engin viðbótargjöld bætast við.

Frítt verðmat og fundur

Bjartur fasteignasala býður upp á ókeypis verðmat og fund með seljendum.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband í síma 497-0050 eða senda tölvupóst á bjartur@bjarturfasteign.is.

Einnig er hægt að fylla út skráningarformið hér fyrir neðan og starfsfólk Bjarts fasteignasölu hefur samband innan sólarhrings.

Magnús Davíð Norðdahl

Magnús Davíð Norðdahl

Héraðdómslögmaður og löggiltur fasteignasali

S: 868-2989
magnus@bjarturfasteign.is

 Sigríður Jónasdóttir

Sigríður Jónasdóttir

Viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali

S: 661-4141
sigridur@bjarturfasteign.is

Sími: 497-0050 

Netfang: bjartur@bjarturfasteign.is

 

Rekstraraðili: KM lögmannsstofa ehf. | kt. 571014-0840 | Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík

Persónuverndarstefna